Verkefni: Heildræn herferð til að auka áhuga ungs fólks á sjúkraliðanámi, efla ímynd og sýnileika sjúkraliðastéttarinnar á Íslandi.
Sjúkraliðafélag Íslands leitaði til SALT til að skapa herferð sem myndi bæði efla áhuga ungs fólks á sjúkraliðanámi og styrkja ímynd stéttarinnar sem burðarás í íslensku heilbrigðiskerfi. Herferðin átti að sýna hversu fjölbreytt, gefandi og mikilvægt starf sjúkraliðar sinna – og að það krefst seiglu, samstöðu og hjartans.
Við vildum sýna raunverulegt fólk – ekki leikara – og segja söguna með hlýju, stolti og virðingu.
Við byggðum herferðina á hugmyndinni um sjúkraliði sem landsliðið í seiglu – samheldna liðsheild sem heldur heilbrigðiskerfinu gangandi.
Hugmyndin „Landsliðið“ varð til út frá orðaleiknum á milli sjúkraliði og landsliði.
Hún snýst um að gera sjúkraliðana að landsliðinu í mannlegum samskiptum, umhyggju og fagmennsku – því þeir standa saman í þjónustu við alla landsmenn.
Við notuðum hugmyndina í víðara samhengi til að endurspegla breidd starfsins:
Landsliðið í hughreystingu
Landsliðið í hlustun
Landsliðið í nærveru
Landsliðið í samskiptum
Landsliðið í seiglu
Við sáum um verkefnið frá A–Ö: hugmyndavinnu, efnisframleiðslu, hönnun, vefsíðu og birtingar.
Við tókum upp einstaklingsviðtöl við starfandi sjúkraliða og sjúkraliðanema í sínu daglega umhverfi. Í myndböndunum deildu þau sögum sínum, hvers vegna þau völdu námið og hvað gefur starfinu gildi.
Við vildum sýna mannlegu hliðina, hlýjuna og þrekið – og fanga raunverulegt samhengi starfsins.
Við fórum einnig í myndatöku til að tryggja fjölbreytt efni fyrir samfélagsmiðla, auglýsingar og vef.
Við hönnuðum og settum upp nýja lendingarsíðu með öllu sem tengist náminu og herferðinni:
upplýsingum, umsóknum, algengum spurningum og myndefni úr herferðinni.
Síðan var hönnuð með einfaldleika, notendavænni uppbyggingu og ungu fólki í huga.
Í tengslum við upphaf herferðarinnar Landsliðið var send út fréttatilkynning sem kynnti átakið og markmiðin á bak við það – að efla vitund um mikilvægi sjúkraliðastarfsins og hvetja fleiri til að ganga í liðið.
Fréttatilkynningin var birt í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum Sjúkraliðafélags Íslands, þar sem hún kynnti hugmyndina og herferðina fyrir almenningi.
Átakið hefur þannig aukið sýnileika stéttarinnar og stutt við markmið herferðarinnar – að vekja áhuga, stolt og umræðu um sjúkraliðanámið og starfið sjálft.
Við mótuðum birtingarstrategíu og sáum um auglýsingar á öllum helstu miðlum.
Allt efni vísaði inn á sjukralidi.is þar sem hægt var að kynna sér námið og sækja um.
Herferðin skapaði stoltsauka innan stéttarinnar, vakti athygli almennings og hvatti nýja kynslóð til að ganga í liðið.
Landsliðið – liðið sem heldur landinu gangandi.






