Fyrir Elodie Details sáum við um alla uppsetningu og útfærslu á vefsíðu fyrir íslenskan markað, í nánu samstarfi við höfuðstöðvar vörumerkisins. Verkefnið fól í sér að vinna með mörg þúsund vörunúmer, fjölbreyttar stærðir og litasamsetningar – og skapa notendavæna og þægilega verslunarupplifun fyrir foreldra og gjafakaupendur.
Við völdum að vinna með einfalda flokka- og merkjakerfi (filtera og tög) sem gerir notendum kleift að finna réttu vöruna hratt – án þess að týnast í of miklum valkostum. Notendaviðmótið er skýrt og aðgengilegt, með snjöllum carousel-lausnum og sérhönnuðum vörusíðum sem virka vel í bæði desktop og farsíma.
Við settum einnig upp óskalista-kerfi, þar sem notendur geta vistað vörur og auðveldlega fundið þær aftur – eiginleiki sem bæði styður við kauphegðun og bætir upplifunina.
Allt var unnið í samræmi við stranga hönnunarstaðla Elodie Details frá Svíþjóð, sem krefjast faglegs frágangs, réttrar litanotkunar og vörumerkjasamhengis. Niðurstaðan er vönduð og notendamiðuð vefverslun sem þjónar bæði vörumerkinu og markaðnum á Íslandi.


