Nítjánda

Nítjánda er ný golfhermaaðstaða í Reykjavík sem sameinar íþrótt, afslöppun og skemmtun á einstakan hátt. Þar er ekki aðeins hægt að slá í gegnum bestu golfvelli heims – heldur líka spila á 12 Scolia píluspjöldum, æfa púttin á sérstöku púttsvæði, fylgjast með bolt­anum í beinni og njóta drykkja á vel útbúnum bar með bjór á dælu og léttvíni á glasi.

Í næsta húsi er Mathöll Höfða, og gestir geta pantað mat beint þaðan – rétturinn kemur beint að herminum, þannig að engin þörf er á að slá stopp í skemmtunina.

Við hjá [stofunafn] sáum um allt heildarútlit vörumerkisins, frá hugmynd að lokaverkefni. Markmiðið var að skapa lúxus og „country club“ stemningu með klassískum „old money“ blæ.

Verkið innihélt:

  • Lógóhönnun og vörumerkjastefnu

  • Grafískt efni fyrir samfélagsmiðla

  • Gluggamerkingar og drykkjarseðla

  • Hönnun og uppsetningu á heimasíðu með bókunar- og upplýsingakerfi

Útkoman er nútímaleg, stílhrein og hlýleg upplifun sem fangar anda golfklúbbsins – og gerir Nítjándu að staðnum sem allir vilja heimsækja, golfarar eða ekki.

No data was found