Everdure

Á fallegum sumardegi fórum við í tökur fyrir Everdure — hágæða grillmerki sem hefur notið mikilla vinsælda meðal matgæðinga á Íslandi. Markmiðið var að sýna gæði grillsins, hversu heitt það verður raunverulega, og hversu fallegt gripurinn er – algjört listaverk á pallinn.

Við fengum stjörnukokkinn Haukur Chef, eiganda Yuzu, með okkur í lið og hann reyndist sannur meistari bæði fyrir framan og aftan grillið. Hann tók að sér handritið á staðnum, miðlaði ástríðu sinni á einstakan hátt og grillaði algjörlega sturlaðan mat — sem við fengum svo að smakka eftir tökurnar.

Kjötkompaní sá um að útvega fyrsta flokks hráefni og Mekka tryggði að vínin pössuðu fullkomlega við stemninguna.

Tökurnar gengu frábærlega og útkoman varð skemmtileg auglýsing fyrir Everdure Furnace, vinsælasta grillið í línunni. .

Við tókum einnig upp efni fyrir ferðagrillið frá Everdure, sem bætir við fjölbreytileika í efnisbanka vörumerkisins og heldur áfram að styðja við söluna yfir sumarmánuðina.

-17
-7
-5
SALT - b2b Kynning