Eignavirði er ný þjónusta sem býður upp á ókeypis verðmat fyrir fasteignaeigendur, með það að markmiði að einfalda fyrstu skrefin í fasteignaviðskiptum. Salt sá um alla uppsetningu og útfærslu á vefnum, þar sem áherslan var á skýrleika, hraða og einfalt bókunarform.
Við hönnuðum vefsíðuna með það að leiðarljósi að notendur gætu á örfáum sekúndum bókað heimsókn frá fasteignasala – án þess að þurfa að grafa sig í gegnum flókin form eða skráningar.
Við lögðum líka áherslu á að byggja traust í gegnum hönnun og texta, og gerðum vefinn aðgengilegan á öllum tækjum. Niðurstaðan er straumlínulöguð, áreiðanleg og fagleg vefsíða, sem styður við þjónustuna og gerir verðmat að fyrsta skrefi – ekki hindrun.