Við erum 360° auglýsingastofa með áratuga reynslu í faginu. Við leggjum áherslu á gagnsæi í öllum sem við gerum, mælanleg markmið og einfalda skýrslugjöf á mannamáli.
Þjónusta sem skilar árangri – allt á einum stað.
01.
Birtingaþjónusta
Birtingaráðgjafar okkar sjá um áreitið og birtingaplönin þín, þannig að birtingarnar þínar nái hámarks árangri í dekkun og tíðni útfrá þínum markmiðum. Einnig tryggjum við bestu mögulegu verðin.
02.
Stafræn markaðssetning
Gagnadrifnar ákvarðanir – Við kostum herferðirnar þínar sem ná athygli, skila réttum skilaboðum og skapa hámarks árangur. Þannig ROI verði sem mest, með tólum sem mæla allan árangur.
03.
Umsjón samfélagsmiðla
Við pössum upp á að miðlarnir þínir séu lifandi, spennandi og í fullkomnu jafnvægi. Þannig fylgjendahópurinn fái sem mest.
04.
Hönnun
Við hönnum efni fyrir alla miðla – Heilsíður – samfélagsmiðlar, hvað eina. Hönnuðurinn okkar sér til þess að allt líti vel út og hreyfihönnuðurinn okkar lætur efnið lifna við.
05.
Leitarorðaherferðir & SEO
Við sjáum til þess að þín þjónusta sé að birtast hjá þeim sem eru að leita af henni, eða sambærilegri þjónustu með réttum google auglýsingum og bestun á leitarvélum.
06.
Framleiðsla
Salt Studio sér um að framleiða lifandi auglýsingaefni. Við erum með teymi framleiðanda sem geta hoppað í heilu sjónvarpsauglýsingarnar, eða einfalt samfélagsmiðla efni fyrir Instagram & TikTok. Það er ótrúlegt hvað eitt video getur gert mikið. En við vinnum einnig náið með fyrirtækjum sem eru í áskrift að reglulegu samfélagsmiðla efni
07.
Hugmynda- & Textaskrif
Textasmiðurinn okkar elskar að koma með nýjar hugmyndir að herferðum, fréttatilkynningu fyrir fjölmiðla, eða greina önnur tækifæri í að koma skilaboðunum á framfæri.
08.
Vefsíðugerð
Við hönnum vefsíður og pössum að upplifun notendans sé sem best, og eins að allar mælingar séu rétt settar upp – svo hægt sé að taka ákvarðanir byggðar mikilvægum gögnum.
01.
Undirbúningur, rannsókn & gagnagreining
02.
Markhópagreining & strategía mótuð
03.
Framkvæmd efnis & birtingaplan
04.
Mælingar & aðlögun á herferð
Uppskriftin
Hjá Salt leggjum við áherslu á gagnagreiningu og ítarlegan undirbúning til að skilja markmiðin þín og þarfir til fulls. Með þessum upplýsingum gerum við frekari markhópagreiningu og mótum skýra stefnu, svo við náum til réttra aðila með réttum skilaboðum.
Framkvæmdin er næsta skref – Þar sem við hrindum efnisframleiðslunni af stað, og/eða birtingastrategíunni þar sem við veljum vel hvaða miðla við munum leggja áherslu á.
Að lokum tryggjum við að mælingar á árangri séu hluti af hverju verkefni og aðlögum við efnið, miðlaval og birtingarfé á meðan herferðinni stendur. Með því sjáum við hvað virkar og hvað ekki og finnum leiðir til að hámarka áhrifin.
Við erum með þér í hverju skrefi – frá fyrstu hugmynd að mælanlegum árangri.