Þín auglýsingadeild
Okkar markmið
Markmið okkar hjá Salt er að hjálpa fyrirtækjum að hámarka árangur með skýrri, gagnadrifinni og skapandi markaðsnálgun. Við trúum því að góð markaðssetning byggi á samhengi milli stefnu, sölumarkmiða og raunverulegs árangurs — ekki ágiskunar.
Við vinnum þétt með viðskiptavinum okkar til að finna bestu leiðina til að hámarka virði hvers krónu sem fer í markaðsmál. Með samspili gagnagreiningar, markaðsþekkingar og árangursmiðaðrar hugsunar tryggjum við að fyrirtæki þitt standi sterkt — bæði til skamms og langs tíma.
Bragðbetri þjónusta
Brot af því sem við gerum best
Stafrænar birtingar
Við keyrum árangursdrifnar stafrænar auglýsingar með skýrri stefnu og gagnanýtingu sem tryggir betri nýtingu, meiri sölu og hærra ROI.
Hefðbundnar birtingar
Við hjálpum þér að skera þig úr í áreitinu með skýrri birtingastefnu, bestu verðum á markaði og persónulegri þjónustu sem kostar ekkert aukalega.
Hönnun og framleiðsla
Við framleiðum efni sem talar – allt frá TikTok-vídeóum yfir í stórar herferðir, og vinnum í mörkun, endurhönnun og öðru skapandi sem vekur athygli.
Vefsíðugerð og vefsíðuhönnun
Við hönnum og byggjum notendavænar, árangursdrifnar vefsíður og stafrænar lausnir sem styðja við markaðssetningu og sölu.
AI marketing
Við nýtum gervigreind til að gera markaðssetningu skilvirkari, snjallari og hraðari – hvort sem það snýst um hugmyndavinnu, útfærslur eða gagnadrifna ákvarðanatöku.
Við hjálpum fyrirtækjum að hámarka sýnileika og árangur á Google – bæði í gegnum kostaðar birtingar og organíska leit (SEO).
FAQS
Algengar spurningar um þjónustu frá auglýsingastofu
Við hjálpum fyrirtækjum að ná betri árangri í markaðs- og auglýsingamálum — allt frá stefnumótun og herferðum til hönnunar, stafrænnar markaðssetningar og hefðbundinna birtinga.
Já, við sjáum um allt — hvort sem það eru samfélagsmiðlar, Google-herferðir, sjónvarpsauglýsingar eða billboardar. Við leggjum áherslu á að samræma miðlana þannig að skilaboðin þín virki saman.
Alls ekki. Við vinnum með fyrirtækjum af öllum stærðum — frá sprotum til stórra vörumerkja — og aðlögum þjónustuna að þínum þörfum og fjárhagsramma.
Við byrjum á stuttri kynningu eða fundi þar sem við ræðum markmið og áskoranir. Síðan leggjum við fram tillögu að lausn og áætlun um næstu skref — hvort sem það er herferð, hönnun, eða ráðgjöf.
Já, við gerum heildstæða markaðsáætlun sem tengir saman stafræna miðla, hefðbundnar birtingar og skapandi efni þannig að öll markaðsstarfið vinni í sömu átt.
Bæði! Þú getur fengið okkur til að sjá um markaðsmálin þín reglulega (t.d. samfélagsmiðla, auglýsingar og herferðir), eða ráðið okkur í eitt afmarkað verkefni.
Við byrjum á greiningu þar sem við förum yfir markhóp, stöðu og markmið fyrirtækisins. Síðan mælum við með lausnum sem skila mestum árangri — hvort sem það eru stafrænar auglýsingar, hönnun, eða hefðbundnir miðlar.
Já, við sjáum um hönnun, textagerð, ljósmyndun, myndbandsframleiðslu og annað efni sem þarf fyrir herferðir, samfélagsmiðla eða auglýsingar.
Verðið fer eftir umfangi verkefnisins. Við bjóðum bæði mánaðarlega þjónustu og verkefnamiðað verð — og setjum alltaf upp skýrt kostnaðarmat áður en unnið er af stað.
Það er einfalt — sendu okkur línu eða bókaðu fund. Við tökum fyrsta spjallið án skuldbindinga og hjálpum þér að finna bestu leiðina til að ná árangri í markaðsstarfinu.