Endurvinnslan vildi minna landsmenn á mikilvægi þess að flokka rétt og skila drykkjarumbúðum í móttökustöðvar. Markmiðið var að fræða fólk um hvað má og má ekki skila – og hvetja til þess að kynna sér málið betur á endurvinnslan.is.
Við ákváðum að byggja herferðina á því sem allir tengja við Endurvinnsluna – hljóðinu.
Það einkennandi „dósahljóð“ þegar fjöldi flaska og dósir skella saman í vélunum varð tónmerki allrar herferðarinnar og opnar bæði sjónvarps-, útvarps- og stafrænt efni.
Þannig tengdum við saman sjón, hljóð og vana – og vöktum strax athygli fólks áður en fyrstu orðin höfðu fallið.
Við framleiddum einfalt og áreiðanlegt efni sem sýnir vélarnar og magn endurvinnslunnar í verki.
Efnið var aðgengilegt og fræðandi, með skýrum skilaboðum um:
Ál, plast og gler – og hvað má skila hvar
Muninn á endurvinnanlegu plasti og plastumbúðum með skilagjaldi
Hvatningu til að skila rétt og skoða endurvinnslan.is til að fræðast betur
Herferðin var keyrð á sjónvarpi, samfélagsmiðlum, útvarpi og vefborðum, þar sem við nýttum sama „dósahljóð“ sem sameinandi þema.
Á netinu notuðum við Do’s & Don’ts borða sem sýndu skýrt hvað má og má ekki skila – sjónrænt, einfalt og auðskiljanlegt.
Herferðin skapaði sterka og auðþekkjanlega tengingu milli hljóðsins og Endurvinnslunnar.
Við náðum að sameina fræðslu, hvatningu og tilfinningu um samfélagslega ábyrgð með einu hljóði sem allir Íslendingar þekkja – og heyra reglulega.
Boðskapurinn var skýr:
👉 Skilaðu rétt. Kynntu þér málið á endurvinnslan.is