Tango Travel

Tango Travel – Nýtt útlit á vefborðum

Verkefni: Endurhönnun á vefborðum fyrir birtingarherferðir á Mbl.is og öðrum miðlum.

Áskorun:
Ferðaskrifstofur eru margar að keppa um athygli á netinu – sérstaklega í birtingum þar sem auglýsingaplássið er það sama og boðin svipuð. Tango Travel þurfti að skera sig úr og byggja upp sterkari sjónræna ásýnd á markaði þar sem „sól, sandur og tilboð“ eru ríkjandi.

Lausn:
Við hjá SALT endurhönnuðum vefborðana frá grunni með það markmið að láta vörumerkið sjálft njóta sín.

  • Logóið og punkturinn í því urðu miðpunktur hugmyndarinnar.

  • Auglýsingin hefst á logóinu  og endar á logóinu – og þegar punkturinn opnast, breiðist hann út yfir borðann og myndar glugga inn í heim myndefnis og ævintýra.

  • Þar birtist fólk að njóta lífsins á ferðalögum – táknmynd fyrir alla þá áfangastaði sem Tango Travel býður upp á.

Niðurstaða:
Útkoman er einföld, áhrifarík og sjónræn auglýsingalausn sem vekur athygli og tengir áhorfandann beint við upplifunina – ekki bara tilboðið.  Tango Travel – opnar þínar dyr út í heiminn.

Tango Travel - Vefborði skissur (2)
Tango Travel - Vefborði skissur (1)
Tango Travel - Vefborði skissur (3)